Kona í Eilífsdal

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Árið 2022 var gott ár hjá Landsbankanum og grunnreksturinn gekk vel. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í atvinnulífinu, erum leiðandi í fjármögnun byggingarverkefna og bjóðum samkeppnishæf kjör og framúrskarandi þjónustu. Notkun á stafrænum lausnum bankans hélt áfram að aukast, viðskiptavinum hélt áfram að fjölga, tekjur af fjölbreyttri starfsemi héldu áfram að vaxa en á meðan hélst rekstrarkostnaður stöðugur.

Einstaklingar í virkum viðskiptum
0
0%
Hlutdeild á einstaklingsmarkaði
0%
0%
Notendur Landsbankaappsins
0
0%
Innlán
0 ma.kr.
0%
Notkun á Aukakrónum
0 millj.
0%
Útlán til fyrirtækja
0 ma.kr.
0%
Takk fyrir!

Efstur fjórða árið í röð

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, fjórða árið í röð.

≈2.000

Ný fyrirtæki og félög í viðskipti

Texti

Árangur

Öflug fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans lauk mörgum árangursríkum verkefnum á árinu, meðal annars umsjón með aukningu hlutafjár og skráningu á markað, nokkrum vel heppnuðum söluferlum og sölu á nýjum skuldabréfaflokkum. Teymið hefur verið stækkað og tækifærin eru fjölmörg.

Forysta

Leiðandi í sjálfbærni

Til að ná árangri í loftslagsmálum þurfum við að vita hvar tækifærin liggja. Við vorum fyrst til að mæla útblástur frá lánasafninu og við ætlum áfram að vera í fararbroddi í sjálbærnivinnu, ekki bara á Íslandi heldur á alþjóðavísu.

+168%

Aukin notkun fyrirtækja á appinu

33%

bílalána eru vegna rafbíla

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

„Árangur Landsbankans árið 2022 var góður og bankinn náði flestum markmiðum sem hann setti sér. Skýr stefna og markviss vinna hefur meðal annars leitt til þess að einstaklingum og fyrirtækjum í viðskiptum hefur fjölgað mikið og markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hefur aldrei verið hærri.“

Ávarp formanns bankaráðs
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri

„Öflug þjónusta við fyrirtæki og fjárfesta ásamt hæstu markaðshlutdeild sem við höfum séð á einstaklingsmarkaði skapa tækifæri til frekari sóknar. Við mætum samkeppninni með góðu aðgengi að reyndu starfsfólki, frábæru appi og sanngjörnum kjörum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

Ávarp bankastjóra

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 28,9 milljarða króna á árinu 2021. Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta, samanborið við 10,8% arðsemi árið áður.

Hagnaður (ma.kr.)
17,0
Arðsemi eigin fjár
6,3%
Eiginfjárhlutfall
24,7%

Snjallari bankaþjónusta hvar sem þú ert

Við viljum að viðskiptavinir okkar geti sinnt öllum sínum bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Á árinu héldum við áfram að fjölga aðgerðum í appinu og netbankanum, við settum Aukakrónurnar í símann og Spara í appi sló í gegn.

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Viðskiptavinum Eignastýringar og miðlunar hélt áfram að fjölga og mikil ánægja var með verðbréfaviðskipti í appinu, aðrar tæknilausnir bankans sem og ýmsar nýjungar í gjaldeyrisviðskiptum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum var árangur við ávöxtun sjóða tiltölulega góður.

Píanó

Fjölbreytt samstarf og stuðningur

Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Við styðjum fjölbreytt verkefni með fjárframlögum úr Samfélagssjóði og veitum námsstyrki. Við birtum víðtækt efni um efnahagsmál og leggjum okkar af mörkum til að efla fræðslu um fjármál.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur