Fjölskylda í eldhúsi

Stjórn og skipulag

Traustur banki sem hugsar til framtíðar

Gildi bankans er traust og er það lykilþáttur í allri starfseminni, hvort sem horft er til samskipta við viðskiptavini, samstarfsfólks eða átt er við rekstur bankans og starfsemi. Landsbankinn hugsar til framtíðar, er í stöðugri framför og leggur mikla áherslu á sjálfbærni.

Fjölskylda við eldhúsborð

Landsbanki nýrra tíma

Yfirskrift stefnu Landsbankans er „Landsbanki nýrra tíma“ og er heiti hennar ætlað að endurspegla sýn bankans á stöðuga framþróun og mannlega bankaþjónustu í síbreytilegum heimi. Innleiðing stefnunnar hófst í ársbyrjun 2021. Stefnan var uppfærð í lok árs 2022 í ljósi þess að við höfðum þegar náð ýmsum markmiðum á undan áætlun.

Stjórn og stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila og stuðla að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans. Við fylgjum viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti og birtum árlega stjórnarháttayfirlýsingu með árs- og sjálfbærniskýrslu bankans.

Hönnunarmars í Hörpu

Helstu fréttir 2022

Hér er að finna helstu fréttir af starfsemi Landsbankans árið 2022.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

Ávarp formanns bankaráðs

„Árangur Landsbankans árið 2022 var góður og bankinn náði flestum markmiðum sem hann setti sér. Skýr stefna og markviss vinna hefur meðal annars leitt til þess að einstaklingum og fyrirtækjum í viðskiptum hefur fjölgað mikið og markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hefur aldrei verið hærri.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri

Ávarp bankastjóra

„Það er mikill kraftur í starfsfólki bankans og við erum bjartsýn. Öflug þjónusta við fyrirtæki og fjárfesta ásamt hæstu markaðshlutdeild sem við höfum séð á einstaklingsmarkaði skapa tækifæri til frekari sóknar. Við mætum samkeppninni með góðu aðgengi að reyndu starfsfólki, frábæru appi og sanngjörnum kjörum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur