Sjálfbærni
Við erum í fararbroddi
Við erum í fararbroddi í sjálfbærni og ætlum að vera það áfram. Við erum leiðandi í umræðu um efnahagsmál og stundum öfluga fræðslustarfsemi. Við erum virkur þátttakandi í samfélögum um allt land og tökum þátt í ótal verkefnum sem snerta menningu, menntun, íþróttir, mannréttindi, nýsköpun og margt fleira.
Helstu sjálfbærniverkefni
Árið 2022 héldum við sjálfbærnidag Landsbankans í fyrsta skipti, áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í annað sinn og skuldbundum okkur til að setja vísindaleg loftslagsmarkmið. Sex áhugaverð verkefni hlutu styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans í fyrstu úthlutun úr sjóðnum og við héldum mjög góðri einkunn í uppfærðu UFS-áhættumati Sustainalytics.
Loftslagsmál
Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar. Vinna við að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið heldur áfram.
Sjálfbærniuppgjör
Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative (e. GRI Standards) og gegnir árs- og sjálfbærniskýrslan einnig hlutverki framvinduskýrslu til UN Global Compact, hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna. Við munum áfram styðja við hnattræna samkomulagið og fylgja viðmiðum þess.
Mannauður og jafnrétti
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun.
Fjölbreytt samstarf og fræðsla
Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Við styðjum fjölbreytt verkefni með fjárframlögum úr Samfélagssjóði og veitum námsstyrki. Við birtum víðtækt efni um efnahagsmál og leggjum okkar af mörkum til að efla fræðslu um fjármál.
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.